Grunnskólanemendur söfnuðu fyrir UNICEF

Grunnskólanemendur söfnuðu fyrir UNICEF Nemendur Grunnskóla Raufarhafnar safna til styrktar UNICEF!

  • Undirsida1

Grunnskólanemendur söfnuðu fyrir UNICEF

Föstudaginn 30. september sl. fóru nemendur grunnskólans í áheitahlaup til styrktar UNICEF. Nemendur voru búnir að safna áheitum og markmiðið var að fara 12 hringi í þrautabraut sem Conny íþróttakennari setti upp.  Allir nemendur stóðu sig með mikill prýði og fóru sína 12 hringi og sumir fóru nokkrar aukaferðir.  Nú er búið að taka saman áheitin og söfnuðu nemendurnir 61.590 krónum, sem verður að teljast mjög gott hjá ekki fleiri en 9 nemendum.

Söfnunarfé UNICEF hreyfingarinnar í ár rennur í neyðaraðstoð fyrir börn á flótta vegna stríðsins í Sýrlandi. Nemendur grunnskólans horfðu á myndband um stríðið í Sýrlandi og afleiðingar þess og eru meðvituð um hve mikilvægt er að taka höndum saman og aðstoða þá sem eiga um sárt að binda.  

Hér má sjá fleiri myndir


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is