Heimsókn frá Bakkafirđi

Heimsókn frá Bakkafirđi Á mánudaginn komu 7. - 10. bekkingar frá Grunnskólanum á Bakkafirđi í heimsókn til Raufarhafnar; eldri nemendur okkar tóku á móti

  • Undirsida1

Heimsókn frá Bakkafirđi

Á mánudaginn komu 7. - 10. bekkingar frá Grunnskólanum á Bakkafirði í heimsókn til Raufarhafnar; eldri nemendur okkar tóku á móti þeim. Þetta var frábær heimsókn í alla staði; veðrið var yndislegt allan tímann, sumar og sól.

Við byrjuðum á því að koma okkur fyrir í skólanum þar sem allir gistu. Svo fórum við út í búð að kaupa það sem við þurftum fyrir kvöldið. Því næst fórum við á hótelið og fengum pizzur og gos eins og við gátum í okkur látið.

Þegar allir voru orðnir mettir fórum við upp í skóla þar sem búið var að opna íþróttahúsið fyrir okkur. Við vorum þar í góðan tíma og tókum nokkra leiki. Kvöldið var þó rétt að byrja og eftir mikinn hamagang í íþróttahúsinu fórum við út í félagsheimili þar sem tókum þátt í Pepsi-quiz. Við sátum við kertaljós og veltum fyrir okkur spurningum eins og: "hvert er stærsta haf heims?" og "hvar er forsetafrúin fædd?" „Gyðingarnir“ sigruðu keppnina og fengu auðvitað Pepsi í verðlaun.

 Það var greinilegt að við höfðum ekki fengið næga hreyfingu eftir daginn, vegna þess að næsta stoppistöð var sundlaugin. Þetta var ekki skemmtun af verri endanum; við settum tónlist í gang og slökktum ljósin, þannig að nú var sko hægt að hafa sundlaugarpartý.

Eftir sundið fórum við upp í skóla, en þar sem enginn hafði hugsað sér að fara að sofa ákváðum við að hafa bíókvöld og horfðum á „Frozen“. Þetta var hin mesta skemmtun þó að sumir næðu ekki að halda sér vakandi allan tímann. Við vöknuðum daginn eftir vel úldin og sæt og fórum niður í hafragraut.

Veðrið lék ennþá við okkur og við fórum í langan göngutúr í kringum Höfðann. Þegar við komum til baka beið okkar dýrindis hádegismatur.

Eftir matinn var farið í hópverkefni þar sem krakkarnir áttu að búa til sitt eigið land og kynna það fyrir öllum hópnum. Það var frábært að sjá ímyndunaraflið blómstra hjá unglingunum, en líka hvað þetta eru duglegir og flottir krakkar. Heimsókninni lauk seinnipart dags og gestirnir héldu ánægðir heim til Bakkafjarðar. Við vonumst til að geta farið í heimsókn til þeirra næst með yngri nemendur skólans.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is