Kartöflur teknar upp

Kartöflur teknar upp Miðvikudaginn 2. október var farið í kartöflugarðinn í yndislegu veðri til að ná í kartöflurnar fyrir veturinn.

  • Undirsida1

Kartöflur teknar upp

Áhugasöm um uppskeruna
Áhugasöm um uppskeruna

Heldur reyndist uppskeran rýr, einungis 5 - 6 kg enda lítið af grösum og trúlega má kenna lélegu sumri um, bæði mikilli vætu og sólarleysi.  Hins vegar fundust vænar kartöflur inn á milli þó smælkið hafi verið ráðandi og við komum til með að njóta góðs af í haust. Við nutum útivistarinnar fram að hádegi og svo var farið í íþróttir eftir hádegi enda fyrsti dagur Friðbjörns Braga íþróttakennara hjá okkur.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is