Lestrarsprettur

Lestrarsprettur Ţá er ađ hefjast hjá okkur lestrarsprettur í tvćr vikur, frá 24. febrúar til 10. mars. Nemendur frá 15 mínútur á hverjum degi til ađ lesa

  • Undirsida1

Lestrarsprettur

Svona leit ţađ út í byrjun
Svona leit ţađ út í byrjun

Þá er að hefjast hjá okkur lestrarsprettur í tvær vikur, frá 24. febrúar til 10. mars. Nemendur frá 15 mínútur á hverjum degi til að lesa í skólanum. Til stendur að búa til fiskabúr sem virkar þannig að fyrir hverjar 15 mínútur sem yngri nemendur lesa heima fá þau einn fisk til að setja í búrið. Ef þau lesa í halftíma fá þau hákarl eða hafmeyju. Sama gildir fyrir eldri nemendur skólans nema þau lesa hálftíma fyrir fiski og klukkutíma fyrir hákarli. Starfsfólk skólans gefur ekkert eftir og taka allir þátt í lestrinum, skrá niður hjá sér og safna fiskum og hákörlum.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is