Skólaferðalag á Bakkafjörð

Skólaferðalag á Bakkafjörð Á miðvikudaginn var okkur boðið að koma að sjá leiksýningu Grunnskólans á Bakkafirði með yngstu krökkunum frá Þórshöfn. Við

  • Undirsida1

Skólaferðalag á Bakkafjörð

Á miðvikudaginn var okkur boðið að koma að sjá leiksýningu Grunnskólans á Bakkafirði með yngstu krökkunum frá Þórshöfn. Við vorum mætt rétt fyrir kl. 10 á Bakkafjörð, fengum okkur sæti og biðum spennt eftir því að leiksýningin byrjaði. Þetta var leikrit um Hróa hött í útfærslu Leikhópsins Lottu. Einstaklega skemmtilegt leikrit og stóðu nemendur sig alveg ótrúlega vel, mikið um söng og flottan leik. Eftir leiksýninguna fengu allir popp til að gæða sér á. Eldri nemendurnir á Bakkafirði tóku svo allan krakkahópinn og fór með þeim í hina ýmsu leik. Við lukum svo deginum á Bakkafirði með að fá að borða með þeim dýrindis pastasúpu.
Við viljum þakka kærlega fyrir okkur, það var ótrúlega gaman að koma í heimsókn.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is