Sumarfrí !

Sumarfrí ! Grunnskóla Raufarhafnar slitið við hátíðlega athöfn sl. föstudag

  • Undirsida1

Sumarfrí !

Olga afhendir vitnisburði
Olga afhendir vitnisburði

Nú þegar sól stendur hvað hæst á himni slítum við skólaárinu 2018-2019.

Við upphaf þessa skólaárs sem nú lýkur töluðum við um það að við ætluðum okkur að skapa hér jákvætt andrúmsloft, gagnkvæma virðingu og samvinnu.  Við ætluðum okkur að byggja á þeim góða grunni sem til staðar var sem fyrst og fremst er hinn góði kjarni starfsmanna sem til staðar var auk hins góða hóps nemenda. Það hefur okkur tekist með ágætum, þökk sé vilja allra til að vera hluti af hópi með sameiginleg markmið um góðan skólabrag.

Námið hefur gengið með ágætum, þess má geta að nemendur okkar standast nemendum annarra skóla fyllilega snúning, og oft á tíðum gott betur en það.

Nú þegar þetta skólaár líður að lokum skal horft fram veg.  Fyrir liggur að einhver fækkun verður líklega á nemendum, það hefur í sjálfu sér ekki veruleg áhrif á mönnunarþörf innan veggja skólans.  Við í samstarfi við skólayfirvöld á Húsavík vinnum að því að hér vinni næsta vetur samhentur og jákvæður hópur fólks nemendum öllum og samfélaginu til heilla.

Þessi vetur hefur verið afskaplega skemmtilegur, við höfum fengið fullt af gestum í heimsókn sem hafa víkkað sjóndeildarhring okkar á sviði lista, náttúrufræði, tungumála og vináttu.

Við kveðjum þá nemendur með virktum sem flytjast nú á brott og sérstaklega viljum við þakka Kingu og Lukaszi fyrir þeirra fallegu orð í garð skólans og gjafir og þakklætisorð til starfsmanna.

Fögnum þeim skrefum sem nemendur hafa fengið að taka í átt að auknum þroska og göngum glöð í bragði til móts við sumarsól.

Skóli hefst að nýju með skólasetningu föstudaginn 30.ágúst

Gleðilegt sumar :) 

Viktoria útskrifast úr leikskóla

Maciek þakkar fyrir sig

Olga veitir vitnisburði

 


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is