Ungmennaráđ

Ungmennaráđ Norđurţings tók til starfa í nóvember 2011. Í ţví sitja 11 ungmenni úr öllu sveitarfélaginu, ţar af tveir frá Grunnskóla Raufarhafnar.

  • Undirsida1

Ungmennaráđ

Ungmennaráð Norðurþings tók til starfa í nóvember 2011. Í því sitja 11 ungmenni úr öllu sveitarfélaginu, þar af tveir frá Grunnskóla Raufarhafnar. Sveitarstjórn Norðurþings skipar í september á hverju ári að fengnum tilnefningum. Kjörgengir eru þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru á aldrinum 13 til 20 ára. Æskulýðsfulltrúi er tengiliður sveitarfélagsins við ungmennaráð. Hann starfar með ráðinu og er því til aðstoðar.

Ungmennaráð skal funda ekki sjaldnar en þrisvar sinnum á hverju starfsári, þar af einu sinni með sveitarstjórn Norðurþings. Þeir fundir skulu að jafnaði fara fram í janúar.

Hlutverk

Hlutverk ungmennaráðs er

- að vera umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna í Norðurþingi,

- að koma til skila tillögum og skoðunum ungmenna til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins,

- að vera sveitarfélaginu til ráðgjafar um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu,

- að gera ákvarðanatöku í málefnum ungmenna sýnilegri og gegnsærri. Auka tengsl fulltrúa ungmenna og yfirvalda sveitarfélagsins.

- að gæta hagsmuna ungs fólks.

- að þjálfa ungmenni sveitarfélagsins í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Samþykkt á 48. fundi sveitarstjórnar Norðurþings 21.12.2010


Svćđi

Stjórnsýsluhús  |  V/Skólabraut  |  675 Raufarhöfn  |  sími: 464 9870  |  magnusm@raufarhafnarskoli.is