Starfsmannastefna

Starfsmannastefna  Lykill að velgengni skólastarfs er samhentur og öflugur mannauður. Markmiðið starfsmannastefnunnar er að skólinn hafi alltaf á að

  • Undirsida1

Starfsmannastefna

Starfsmannastefna 

Lykill að velgengni skólastarfs er samhentur og öflugur mannauður. Markmiðið starfsmannastefnunnar er að skólinn hafi alltaf á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem sýna frumkvæði og veita góða þjónustu. Starfsfólk skólans er hópur fagmenntaðra og ófaglærðra starfsmanna sem vinnur í sameiningu að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu, með hag nemenda að leiðarljósi. Hvatt er til þess að starfsfólk skólans axli ábyrgð, læri nýja hluti, komi með nýjar hugmyndir og sýni það besta sem í því býr. Skólastjóri ber ábyrgð á starfsmönnum skólans en allir starfsmenn bera  ábyrgð á skólastarfinu jafnt undirbúningi, framkvæmd og mati. Mikilvægt er að hver og einn leggi sitt af mörkum til að móta jákvæðan og góðan starfsanda til þess að skapa sterka liðsheild.


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is