Dagur íslenskrar tungu, vetrarleikar o.fl

Dagur íslenskrar tungu, vetrarleikar o.fl Helstu fréttir úr skólanum síðastliðnar tvær vikur eru helst þær að Dagur íslenskrar tungu var haldinn með

  • Undirsida1

Dagur íslenskrar tungu, vetrarleikar o.fl

Við leituðum að fallegasta íslenska orðinu og allir höfðu skoðun á því hvað þeim þætti fallegast. Tungumálið okkar er ríkt af orðum þegar kemur að veðurfari og nemendur drógu sér veðurorð til að teikna mynd af. Hafinn var jólaundirbúningur með bakstri á piparkökuhúsum.  Misvel gekk að líma þau saman en allir nokkuð ánægðir með sitt. Yngri deildin skipulagði svokallaða vetrarleika og bauð miðdeildinni að taka þátt.  Vetrarleikarnir samanstanda af stöðvavinnu, hreyfingu, talningu og skráningu en ekki síst samvinnu.  Aðal markmiðið var að hafa gaman og það tókst svo sannarlega! 


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is