Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri

Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri Hér má sjá viðbragðsáætlun skólans við heimsfaraldri vegna Covid-19.

  • Undirsida1

Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri

Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri inflúensu

Skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar, Hrund Ásgeirsdóttir, annast virkjun og uppfærslu viðbragðsáætlunar.

Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um neyðarstig vegna heimsfaraldurs gildir sem virkjun þessarar áætlunar. Áætlunin er byggð á viðbragðsáætlun Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Skólastjóri gætir þess að skólinn búi yfir nýjustu upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknisembættinu um stig faraldursins. Annast eftirfylgni við leiðbeiningar til starfsmanna varðandi fyrirkomulag á vinnustað, kynna umgengisreglur og sjá um birgðahald vegna sótthreinsibúnaðar. Skólastjóri ber ábyrgð á að tilkynna starfsfólki og foreldrum um virkjun viðbragðsáætlunar.

Skólastjóri sér um samskipti vegna veikinda og fjarveru starfsmanna.

Umsjónarkennari sér um fjarvistaskráningar nemenda og skólastjóri ef umsjónarkennari forfallast.

Skólastjóri hefur samráð við starfsmenn um sértækar ráðstafanir ef forföll nemenda verða mikil. Eftir atvikum verða starfsmenn fengnir til að hafa umsjón með nemendum eða kennsla felld niður tímabundið og nemendur sendir heim ef ekki tekst að halda úti fullnægjandi þjónustu. Umsjónarkennari hefur samráð við forráðamenn veikra barna um nám á meðan á veikindum stendur ef heilsa þeirra leyfir.

 

Afleysingakerfi vegna forfalla skólastjórnenda

Ef stjórnandi veikist, tekur staðgengill skólastjóra við keflinu.

 

Fyrirbyggjandi áherslur til að draga úr smitleiðum

Lögð er áhersla á almenn atriði um hreinlæti og það hvernig best er að verjast helstu smitleiðum, þó þannig að nemendur haldi ró sinni og ekki grípi um sig óöryggi meðal nemenda og starfsfólks. Skólahjúkrunarfræðingur annast sérfræðilega ráðgjöf við skólasamfélagið í samvinnu við lækna Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.

Hægt er að fækka smitleiðum innan skólans með því að :

  • Fækka mannmörgum samkomum tímabundið.
  • Draga úr utanaðkomandi heimsóknum í skólann.
  • Breyta framkvæmd ræstinga þannig að aukin áhersla verði lögð á að strjúka af hurðahúnum, handriðum, slökkvurum, ipödum, lyklaborðum, borðum og stólörmum.
  • Hafa spritt í stofum til nota fyrir og eftir notkun sameiginlegs búnaðar og reglulega yfir daginn.
  • Allir nemendur þvoi sér skv. leiðbeiningum um hendur fyrir mat.

 

Ræsting

Aukin þrif á álagssvæðum s.s handföng, handrið, salerni og matsalur. Farið verður eftir þeim leiðbeiningum sem berast frá sóttvarnarlækni um ræstingu skólans og er það í höndum skólastjóra að upplýsa starfsfólk ef endurskipuleggja þarf ræstingu.

 

Komi grunur um smit eða smit

Ef grunur um sýkingu af völdum COVID-19 vaknar skal upplýsa skólastjórnendur.

Ef veikindi koma upp í skólanum skal hafa samráð við skólahjúkrunarfræðing og fara með nemanda í annað rými þar til foreldrar hafa sótt.

Í framhaldinu er brugðist við á eftirfarandi hátt:

Hringt er í vakthafandi smitsjúkdómalækni á Landspítala í gegnum skiptiborð s. 543-1000 eða haft samband við SVL í síma 510-1933.

Foreldrar sækja nemendur.

Ef málið þolir enga bið, hringt í 112 og óskað eftir sjúkraflutningi.

Vakthafandi læknir/sjúkraflutningamaður ber ábyrgð á framkvæmd áhættumats vegna gruns um COVID-19 sýkingu í samráði við umdæmislækni sóttvarna og sóttvarnalækni, vaktsími sóttvarnalæknis er 510-1933 og einnig vakthafandi smitsjúkdómalækni á Landspítala í gegnum skiptiborð 543-1000.

 

 Komi til lokunar skóla

Skólastjóri eða staðgengill hans tekur ákvörðun um lokun skóla í samráði að höfðu áliti sóttvarnarlæknis. Lokun verður tilkynnt á heimsíðu skólans, með tölvupósti og/eða síma eftir atvikum. Lokun verður auglýst við inngönguleiðir skólans.

Heimasíða, tölvupóstur o.fl. eftir atvikum verður nýtt til að halda upplýsingastreymi gangandi.

Haldið verður uppi þjónustu við nemendur og foreldra með tölvusambandi og á heimasíðu skólans komi til lokunar skólans.

Ef kennarar eða staðgenglar þeirra verða heilir heilsu munu þeir senda nemendum námsáætlun til að vinna eftir og hafa samráð við forráðamenn um það hvers nemendur eru megnugir.

 

Umsýsla fasteigna og öryggismála meðan á lokun stendur

Starfsmaður áhaldahúss stjórnar umsýslu fasteigna og öryggismála í umboði skólastjóra, er staðgengill hans. Starfsmaður áhaldahúss, skólastjóri og staðgengill skólastjóra mynda teymi sem skipuleggur eftirlit með húsnæði skólans meðan á lokun stendur. Í forföllum þeirra er stuðst við afleysingakerfi sem lýst er hér framar.

 

 

Á neyðarstigi almannavarna gilda eftirfarandi reglur um starfsemi skólans.

Skólastjóri kannar birgðir af hreinlætisvörum eins og sápu, sótthreinsispritti, handþurrkum, ræstingavörum o.þ.h. Passa þarf uppá að birgðastaða sé góð og anni nokkurra vikna þörf. Eins þarf að skoða hvort þörf er á tíðari þrifum.

Í faraldri skal starfsfólk lágmarka fundahöld. Gildir þetta jafnt um fundi innan sem utan skólans. Notast skal við síma og tölvur til samskipta eins og frekast er unnt og fyrirmælum sóttvarnarlæknis fylgt eftir sem við á.

Skólinn fylgir fyrirmælum sóttvarnalæknis hverju sinni varðandi ferðalög innanlands sem utan. Taka skal tillit til þess ef fólk vill síður ferðast innan um aðra þegar faraldur stendur yfir.

Um veikindaleyfi og umönnunarleyfi starfsfólks gilda ákvæði kjarasamninga. Sveitarstjóri getur þó gefið út rýmri reglur hvað þetta varðar telji hann nauðsynlegt að mæta þörfum starfsfólks vegna umönnunar barna eða náinna ættingja.

Tryggja þarf að fleiri en einn starfsmaður geti gengið í störf annarra starfsmanna þar sem metin er þörf á því. Starfsfólk getur átt von á að vera fært til milli starfa til að sinna verkefnum sem hafa forgang í inflúensufaraldri innan sveitarfélagsins.

Skólastjóri getur hvenær sem er ákveðið að breyta fyrirkomulagi á skólahaldi til að draga úr smithættu eða til að mæta breyttum aðstæðum innan skólans meðan á faraldrinum stendur.

Skólastjóri og staðgengill hans skulu vakta daglega hver tilmæli almannavarna og sóttvarnalæknis eru, eftir að viðbragðsáætlun hefur verið virkjuð. T.d. á vefsíðum eins og www.landlaeknir.is og www.almannavarnir.is. Skólastjóri skal sjá um að koma fréttum og skilaboðum áleiðis til alls starfsfólks og foreldra með tölvupóstsendingum.


 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið – skólahald

ÓVISSUSTIG

Allir fræðsluaðilar geri viðbragðsáætlun sem tekur mið af aðstæðum fræðsluaðila. Skólastjóri eða forstöðumaður er ábyrgur fyrir áætluninni en getur falið öðru starfsfólki gerð hennar.

Yfirfara allar boðleiðir og gera áætlun um hvernig nýta megi sem best upplýsingamiðlun fræðsluaðila svo sem símasvörun, tölvupóst, nettengd kennslukerfi, heimasíðu og samskiptamiðla.

Stjórnendur fái heilbrigðismenntaðan starfsmann til að vinna með fræðsluaðila að undirbúningi.

Kortleggja tengsl fræðsluaðila við aðrar almannavarnaráætlanir í sveitarfélaginu og tryggja samræmi þar á milli.

HÆTTUSTIG

Gera birgðaáætlun um sóttvarnabúnað fræðsluaðila (grímur, hanskar o.fl.) og tryggja nægar birgðir.  Gera verklagsreglur um ræstingar með tilliti til sóttvarna.  Gera verklagsreglur um viðbrögð við veikindum nemenda og starfsfólks í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda og almannavarna.  Gera áætlun um öryggi fasteigna og búnaðar, komi til lokunar.  Skrá sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda. Hugað verði að því að nemendum í brotthvarfshættu bjóðist stuðningur námsráðgjafa þar sem því verður við komið.

NEYÐARSTIG 

Skólar munu halda uppi starfsemi eins lengi og unnt er.

Markmið er að starfsmenn skóla haldi áfram störfum þó nemendur eða starfsfólk sé sent heim vegna sóttvarnaráðstafana.

Skipuleggja hlutverk kennara í fjarkennslu og heimanámi.

Skrá sérstaklega fjarvistir nemenda og starfsmanna vegna viðkomandi veikinda. 

 


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is