Lög Velvakanda

Lög foreldrafélagsins 1. grein              Félagiđ heitir „Velvakandi“. 2. grein               Tilgangur félagsins er ađ efla og viđhalda

  • Undirsida1

Lög Velvakanda

Lög foreldrafélagsins

1. grein             
Félagið heitir „Velvakandi“.

2. grein              
Tilgangur félagsins er að efla og viðhalda samstarfi skólans og heimilanna, hagsmunagæslu vegna foreldra/nemenda og eftirlit og aðhald með skólastarfinu.

3. gein                
Aðild að félaginu eiga foreldrar barna í Grunnskóla Raufarhafnar og Leikskólanum Krílabæ.

4. grein            
Almennir fundir skulu haldnir í félaginu annan  hvern mánuð, fyrsti fundur starfsársins í september og sá síðasti í maí.

5. grein                
Aðalfundur skal haldinn í september ár hvert, þá skal kosin ný þriggja manna stjórn, formaður, ritari og gjaldkeri. Varamaður skal vera einn stjórnarmanna frá fyrra ári.

6. grein             
Kosið skal í foreldraráð á aðalfundi. Tveir fulltrúar annað hvert ár og einn fulltrúi hitt árið. Heildarstarfstími hvers fulltrúa verði því tvö ár.

7. grein                
Nemendasjóður er í umsjón stjórnar Velvakanda. Um sjóðinn gilda sérstaka reglur.


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is