Nóv 13, 2023 | Nemendaverndarráð
Meginhlutverk nemendaverndarráðs er að gæta hagsmuna barna í skólanum, vernda þau og styðja með því að:
-
Taka við beiðnum vegna nemenda sem þurfa stuðning eða aðstoð vegna líkamlegra, félagslegra og/eða sálrænna erfiðleika
-
Meta þörf nemenda fyrir greiningu sérfræðinga (sálfræðinga, talmeinafræðinga, sérkennara o.fl.) vegna náms-, tilfinninga- og/eða þroskavanda og samþykkja gerð tilvísunar þar sem það á við
-
Samræma og samhæfa þjónustu skólans við nemendur sem eiga við náms- og/eða tilfinningalega örðugleika að etja og stofna stoðteymi um nemendur ef þörf er talin á slíku sérstöku utanumhaldi um málefni nemenda
-
Fela stoðteymum viðkomandi nemenda eftirfylgni mála innan skólans, við foreldra og aðila utan skólans svo sem félagsþjónustu og heilsugæslu
-
Hafa yfirsýn með og fylgja eftir starfsemi stoðteyma sem ráðið vísar málum til og fara reglulega yfir stöðu mála sem þau annast
-
Vinna og afgreiða tilkynningar og aðrar upplýsingar til barnaverndaryfirvalda í samræmi við skyldur vegna barnalaga og barnaverndarlaga
Seta í nemendaverndarráði
Í nemendaverndarráði Grunnskóla Raufarhafnar sitja Kristrún Lind Birgisdóttir, ráðgjafi við skólann, Ingibjörg Sigurjónsdóttir sálfræðingur í Norðurþing og Díana Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Aðrir sérfræðingar eru kallaðir til eftir því sem tilefni málanna sem tekin eru fyrir gefa.
Fulltrúi barnaverndaryfirvalda frá félagsþjónustu úr sveitarfélagi nemanda kann að vera boðaður á fund ráðsins ef upp koma mál sem koma að barnavernd. Heimilt er að kalla aðra inn á fundi ráðsins til að ræða einstök mál að því gefnu að foreldrar hafi skrifað undir beiðni/samþykki um samþætta þjónustu.
Um nemendaverndarráðsfundi: Nemendaverndarráð hefur fastan fundartíma mánaðarlega og fundir eru að lágmarki tvisvar á önn:
-
Tímasetning funda er hér fyrir neðan.
-
Kristrún ákveður dagskrá og stýrir fundum
-
Skrá skal í fundargerð öll mál sem berast ráðinu, allar ákvarðanir og ábyrgð með framkvæmd þeirra. Fundargerð er varðveitt sem trúnaðargagn á ábyrgð skólastjóra
-
Á hverjum fundi skal fara yfir fundargerð síðasta fundar
-
Nemendaverndarráð fundar utan fyrirfram ákveðinna funda eftir þörfum og vísan mála til ráðsins
Vísan mála:
Nemendaverndarráð fjallar um mál nemenda skólans sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika og vísað er til ráðsins:
-
Málum skal vísað til nemendaverndarráðs á sérstökum sjá neðar.
-
Starfsfólk skóla og foreldrar geta óskað eftir því við skólastjóra að mál nemenda eða nemendahópa í skólanum séu tekin fyrir. Allir geta vísað málum til nemendaverndarráðs með því að tilkynna hér.
-
Foreldrar skrifa undir heimild áður en fjallað er um málefni barns í nemendaverndarráði.
Afgreiðsla mála:
Við afgreiðslu mála í ráðinu er hagur barna hafður að leiðarljósi og gætt jafnræðis og meðalhófs í samræmi við lög.
-
Nemendaverndarráð skal taka fyrir mál sem vísað er til þess á næsta fundi, eigi síðar en mánuði eftir að skrifleg beiðni berst
-
Nemendaverndarráð ákveður hvort leita þurfi frekari gagna, hvort máli er verði vísað til sérfræðinga eða hvaða aðrar leiðir skuli fara við úrlausn máls. Ráðið felur einum aðila úr ráðinu að fylgja eftir úrlausn máls hverju sinni
-
Nemendaverndarráð tekur ákvörðun um hvort stofnað er stoðteymi um nemandann
-
Fulltrúar í nemendaverndarráði eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar persónuupplýsingar um skjólstæðinga ráðsins. Þagnarskylda nær ekki til atvika sem ber að tilkynna lögum samkvæmt og eru rétthærri en þagnarskylduákvæði
-
Árlega tekur skólastjóri saman yfirlit um starfsemi nemendaverndarráðs skólans eftir skólaárið. Þar kemur meðal annars fram fjöldi funda ráðsins, fjöldi nemendamála sem komu til kasta ráðsins, kynjaskipting mála, aldursdreifing og tegundir mála
Eyðublöð
-
Beiðni um samþætta þjónustu eyðublað
Fundir nemendaverndarráðs
Fundir nemendaverndarráðs eru fastir fjórum sinnum á ári. Aukafundir eru haldnir strax og tilvísanir berast.
-
Fyrsti fundurinn er annan mánudag í október kl. 11.00. Framvegis, ekki búið að stofna nemendaverndarráð fyrir 2023.
-
Annar fundurinn er annan mánudag í nóvember kl. 11.00, Nov 13, 2023
-
Fundargerð tilbúin.
-
Þriðji fundurinn er annan mánudag í febrúar kl. 11.00, Feb 12, 2024
-
Fjórði fundurinn er annan mánudag í apríl. kl. 11.00, Apr 8, 2024