Mat á skólastarfi

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 8. kafla er fjallað um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs. MarkmiðMarkmið mats og eftirlits með gæðum

  • Undirsida1

Mat á skólastarfi

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 8. kafla er fjallað um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs.

Markmið
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.  Einnig ber að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög og reglur.  Huga þarf að gæðum náms og skólastarfs og tryggja að réttindi nemenda séu virt. 

Innra mat 
Skólinn metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 35. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á.
Grunnskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur.

Ytra mat
Sveitarfélög sinna mati og eftirliti með gæðum skólastarfs, sbr. 5. og 6. gr., og láta ráðuneyti í té upplýsingar um framkvæmd skólahalds, innra mat skóla, ytra mat sveitarfélaga, framgang skólastefnu sinnar og áætlanir um umbætur. Ráðherra er heimilt að fela Menntamálastofnun að taka við upplýsingum samkvæmt þessari grein.

 

 



Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is