Grunnskóli Raufarhafnar

Grunnskóli Raufarhafnar

  • Forsida2
  • Mynd 1
  • Forsida3
  • Forsida4
  • Forsida1

Fréttir

Mat á starfsáætlun og innra mats skýrsla vor 2024


Nú liggur fyrir mat á starfsáætlun Grunnskóla Raufarhafnar fyrir veturinn í vetur. Skýrsla um innra mat hefur einnig verið gerð. Á hverju hausti er gerð starfsáætlun í grunnskólum sem lýsir því hvernig fyrirhugað er að starfsemin fari fram. Til þess að tryggja stöðugar umbætur á gerð starfsáætlunar er mikilvægt að meta að vori hvernig gengið hefur. Nú þegar ráðinn hefur verið nýr skólastjóri við skólann fannst okkur í skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar mikilvægt að vanda sérstaklega matið til þess að auðvelda nýju starfsfólki að átta sig á starfseminni. Starfsáætlunin er birt á heimasíðu skólans og má finna hér. Ítarleg innra mats skýrsla var jafnframt unnin og skólastjórnin lagði mat á öll þau viðmið um gæðastarf sem gilda í Norðurþingi. Markmiðið er sem áður að reyna að auðvelda nýju starfsfólki, skólaráði, foreldraráði, foreldrum og nemendum að skipuleggja helstu umbætur sem mikilvægast er að ráðast í. Eins og sjá má eru nú þegar búið að gera tillögu að brýnustu úrbótunum, tímasetja, skrá viðmið um árangur og ábyrgðaraðila. Það er von okkar að skólastarfið á Raufarhöfn verði farsælt og við þökkum fyrir traustið sem okkur var sýnt í vetur. Skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar Gunnþór, Kristrún, Tinna og Arndís Lesa meira »

Samstarfsdagur Grunnskóla Raufarhafnar og Öxafjarðarskóla


Nemendur Grunnskóla Raufarhafnar buðu nemendum og starfsfólki Öxarfjarðarskóla í heimsókn þann 21. febrúar 2024 til að efla samvinnu og samstarf á milli skólanna tveggja í Norðurþingi. Báðir skólarnir eru með nemendur frá 1. bekk og upp í 10. bekk og taka allar deildir grunnskólanna þátt í samstarfinu. Fréttabréfið í heild sinni er hér - myndskreytt og skemmtilegt. Kennarar og skólastjórn Lesa meira »

Opinn fundur skólaráðs


Þriðjudaginn 10. október er opinn fundur í skólaráði Grunnskóla Raufarhafnar. Þá er öllum í skólasamfélaginu frjálst að mæta og taka þátt. Fundurinn hefst kl. 17.00 í skólanum. Lesa meira »

Foreldrafundur - Fyrirkomulag skólastarfs á Raufarhöfn


Á mánudaginn kl. 16.00 verður haldinn fjarfundur með skólastjórn Raufarhafnarskóla. Farið verður yfir samstarf og samvinnu Grunnskóla Raufarhafnar og Ásgarðsskóla, fyrirkomulag sundkennslu í vetur og samstarf við tónlistarskólann. Foreldrar eru beðnir um að hika ekki við að koma inn á fundinn með allar mögulegar spurningar um skólastarf í vetur. Hér er hlekkur á fundinn en hann fer fram á Google MEET. Foreldrafundur - Raufarhafnarskóli Monday, September 11 · 4:00 – 5:00pm Video call link: https://meet.google.com/bpu-fgqd-nyp Skólastjórn. Lesa meira »

Skólasetning 2023


Skólasetning Grunnskóla Raufarhafnar verður mánudaginn 28. ágúst kl. 10. Þar munum við taka á móti ykkur í skólasetningu og taka samtal um veturinn sem framundan er. Við hvetjum við alla forsjáraðila til að mæta og eiga samtal við okkur. Þá mun einnig mæta ráðgjafi frá skólaþjónustu Ásgarðs, hún Kristrún Lind Birgisdóttir. Kristrún mun kynna námsvísi skólaársins, fyrirkomulag námsmats, námsumsjónarkerfi og fara yfir helstu verkefni skólastjórnar. Almennt skólastarf hjá nemendum í 1. og 6. bekk hefst svo þriðjudaginn 29. ágúst eftir stundatöflu. Lesa meira »


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is