Skólinn

Grunnskóli Raufarhafnar hefur veriđ samrekinn heildstćđur leik- og grunnskóli frá haustinu 2009 ţegar Grunnskóli Raufarhafnar og Leikskólinn Krílabćr voru

  • Undirsida1

Um skólann

Grunnskóli Raufarhafnar hefur verið samrekinn heildstæður leik- og grunnskóli frá haustinu 2009 þegar Grunnskóli Raufarhafnar og Leikskólinn Krílabær voru sameinaðir undir eina yfirstjórn. Snemma árs 2010 fluttist svo leikskólinn inn í húsnæði grunnskólans við Skólabraut, en þar hefur skólinn verið til húsa frá 3. nóvember 1964. Í húsnæðinu eru Félagsmiðstöðin Blik og Tónlistarskóli Húsavíkur einnig með aðstöðu. Við skólann stendur svo íþróttamiðstöð staðarins þar sem er fjölnota íþróttasalur og innisundlaug.

Skólinn er á tveimur hæðum, ásamt kjallara undir austurenda hússins. Í kjallaranum er skólamötuneytið og heimilisfræðiaðstaða, þvottaherbergi, lítil snyrting og geymsla. Á neðri hæð hússins er leikskólinn Krílabær og heimastofur yngri nemenda grunnskólans. Þar er einnig að finna aðstöða tónlistarskólans, samverukrók, taflborð, fatahengi og salerni nemenda. Á efri hæð hússins eru heimastofur eldri nemenda, listgreinastofan, samverukrókur, taflborð, borðtennisborð, félagsmiðstöðin og kennaraálma sem skiptist í kaffistofu, skrifstofu skólastjóra, ræstikompu, salerni starfsfólks, bókakompu, fatahengi og vinnuherbergi kennara. Í kjallara íþróttahússins er smíðastofa skólans og þar er einnig leirbrennsluofn.

 


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is