Árið 2007 var tekin sú ákvörðun um að sækja um
þátttöku í Grænfánaverkefninu til Landverndar. Þá þegar var hafist handa við að stíga skrefin sjö sem eru
eftirfarandi:
1. stofna umhverfisnefnd skólans (hana skipa: Þóra Soffía og Olga)
2. meta stöðu umhverfismála í skólanum
3. gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta í skólanum
4. sinna stöðugu eftirliti og endurmati á umhverfismálum í skólanum
5. fræða nemendur um umhverfismál
6. kynna stefnu sína út á við og fá aðra með
7. setja skólanum formlega umhverfisstefnu
Á vordögum 2011 töldum við okkur hafa náð þessum markmiðum og eftir úttekt á skólanum var okkur afhentur Grænfáninn
á skólaslitum þann 1. júní 2011. Þar með urðum við fyrsti skólinn í sveitarfélaginu til að hljóta þessa
eftirsóknarverðu viðurkenningu.
Nú verður þó ekki staðar númið heldur ætlum við að halda áfram og bæta okkur enn frekar á sviði umhverfismála. Verkefni vetrarins er að hefja moltugerð.