1 1 2 dagurinn

1 1 2 dagurinn Í dag 11. febrúar er 1-1-2 dagurinn haldinn um allt land þar sem athygli að þessu sinni er beint að öryggi fólks í umferðinni og hversu

  • Undirsida1

1 1 2 dagurinn

112 dagurinn
112 dagurinn

Við fengum skemmtilega heimsókn í dag þar sem sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn komu með bílana til að sýna nemendum skólans.  Óhætt er að segja að þeir hafi komið að skólanum með látum og spurning hvort einhverjir í nærliggjandi húsum hafi hrokkið í kút þegar kveikt var á sírenum og ljósum við skólann. Rifjað var upp hvert ætti að hringja ef slys eða aðra vá bæri að höndum og börnin þekktu það 1- 1- 2.  Þeim þótti bæði spennandi og gaman að fá að sjá bílana með öllu tilheyrandi. Við erum starfsmönnum þakklát fyrir að koma og sýna okkur þær bjargir sem eru til staðar á Raufarhöfn þegar um neyðartilvik er að ræða. 


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is