29. nóvember 2012 - Lestrar 132 - Athugasemdir ( )
Nú höldum við upp á 1. des og dag íslenskrar tungu (16. nóv) þriðjudaginn 4. des. Dagskráin byrjar klukkan 17:30 og verða nemendur með ljóðalestur með aðeins öðru sniði en venjulega. Einnig ætla nemendur að leika og spila fyrir gesti. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur sem nemendur hafa bakað. Við höldum uppteknum sið og kveikjum á jólatrénu að lokinni dagskrá.
Við vonumst til að sjá sem flesta
Athugasemdir