01. desember 2014 - Lestrar 111 - Athugasemdir ( )
1. des hátíðin heppnaðist með eindæmum vel hjá okkur. Við sýndum jólaleikrit um hana Befönu gömlu sem hver jól leitar að Jesúbarninu. Við fengum einnig að heyra hvernig jólin eru í Pólandi en þau Martin og Nikola María lásu fyrir okkur. Frida las svo fyrir okkur hvernig jólin voru í gamla daga í Færeyjum og las Agnar síðan þann texta á íslensku. Eftir þetta buðum við öllum í heitt súkkulaði og kökur. Þegar allir voru búnir að borða nægu sína fórum við út, Nikola María kveikti á jólatrénu og við dönsuðum í kringum tréð.
Athugasemdir