04. desember 2013 - Lestrar 136 - Athugasemdir ( )
Í gær var 1. des. hátíðin hér í skólanum og glæsileg sýning að vanda. Í ár voru sett upp 4 leikþættir sem voru hver öðrum skemmtilegri þar sem aðalþemað voru skýringar á jólahefðum. Tónlistaatriði voru á milli leikþátt og gestir sungu með. Að lokinni sýningu var boðið uppá heitt súkkulaði og kökur. Við enduðum svo skemmtunina á því að Sandra kveikti á trénu okkar og við dönsuðum í kringum jólatréð. Dásamlegur dagur og nemendur skólans voru glæsilegir að vanda.
Myndir er hægt að finna hér.
Athugasemdir