27. nóvember 2008 - Lestrar 236 - Athugasemdir ( )
1. desember verður að venju haldinn hátíðlegur í Grunnskólanum hér á Raufarhöfn. Nemendur eru í óða önn að undirbúa daginn, en ásamt því að fagna fullveldi Íslendinga höldum við upp á Dag íslenskrar tungu og minnumst Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna sem verður 60 ára þann 10. desember nk. Þá mun hinn nýstofnaði skólakór flytja nokkur lög.
Handverkssýning mun prýða ganga skólans og boðið verður upp á heitt súkkulaði og kleinur áður en við förum saman út á skólatún þar sem kveikt verður á jólatrénu.
Hátíðin hefst klukkan 17:00 og allir eru velkomnir.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri
Athugasemdir