01. desember 2011 - Lestrar 116 - Athugasemdir ( )
Að venju höldum við í grunnskólanum hátíð þann 1. desember. Sú hefð hefur skapast hér að koma saman í skólanum þann dag og fagna bæði fullveldinu sem og Degi íslenskrar tungu, sem var 16. nóvember síðastliðinn. Að venju munu nemendur sjá um skemmtiatriði auk þess sem foreldrum gefst kostur á að líta handverk og önnur verkefni nemenda augum. Boðið verður upp á kakó og piparkökur meðan foreldrar skoða handverkssýningu nemenda og kveikt verður á jólatrénu. Dagskráin hefst kl. 17:30.
Vonandi sjáumst við sem flest!
Athugasemdir