Föstudaginn 30. nóvember er fullveldisdegi (1. des) og degi íslenskrar tungu (16. nóv) smellt saman í eina glæsilega og heildstæða hátíðardagskrá í skólanum. Dagskráin hefst klukkan 10:00 fyrir hádegi.
Fjölskyldum og öðrum velunnurum nemenda er því boðið í skólann að því tilefni og ætla nemendur skólans að bjóða upp á nokkur vel valin atriði sem helgast þessum tveimur merku dögum.
Boðið verður upp á heitt kakó og smákræsingar sem nemendur hafa verið að baka í heimilisfræði. Þá munu vera til sýnis handavinna og aðrir munir sem nemendur hafa verið að vinna í list- og verkgreinum hjá Þóru Soffíu.
Við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest á þessari hátíð og í lok dagskrárinnar (um klukkan 12) munum við kveikja á jólatrénu sem er á túninu við skólann því að sunnudagurinn 2. desember er fyrsti sunnudagur í aðventu.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri
Athugasemdir