02. desember 2008 - Lestrar 195 - Athugasemdir ( )
Í gær var hin hefðbundna 1. desember hátíð hjá okkur hér í grunnskólanum. Hátíðin gekk afar vel og var gaman að sjá hvernig hóparnir höfðu undirbúið sig fyrir þennan dag. Yngri nemendur skólans, 1.-5. bekkur, höfðu unnið með verk Þórarins Eldjárns og voru leikrænir tilburðir hafðir með til að undirstrika ljóðlesturinn sem var afar skemmtilegur, enda ljóð Þórarins mörg hver skrautleg. Elstu nemendurnir settu Mannréttindayfirlýsingu SÞ í nýstárlegan búning Rauðhettu leikritsins þar sem áhorfendur fræddust m.a. um helstu trúarbrögð heimsins. Miðstigið flutti ljóð eftir Stein Steinarr, minntist fullveldis Íslendinga og fræddu okkur um leið um bláhvíta fánann og fleira.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri
Athugasemdir