10. bekkur í heimsókn í MA og VMA

10. bekkur í heimsókn í MA og VMA Nćsta mánudag er áćtlađur dillidagur/skólakynning fyrir 10. bekk. Viđ fengum ţađ í gegn ađ hafa ţćr ţennan dag, ţar sem

  • Undirsida1

10. bekkur í heimsókn í MA og VMA

Næsta mánudag er áætlaður dillidagur/skólakynning fyrir 10. bekk. Við fengum það í gegn að hafa þær þennan dag, þar sem við vonum að flestir geti þá nýtt ferðina til Akureyrar, en við verðum þar á laugardeginum í leikhúsi í boði foreldrafélagsins. Við hittumst því í anddyri MA kl.10:00 mánudagsmorguninn 5. mars, þar sem námsráðgjafi tekur á móti okkur. Búið er að koma því viða að við fáum að skoða vistina líka og borða þar í hádeginu. Kl. 13:00 förum við svo í VMA. Ekki er vitað hvað sú heimsókn mun taka langan tíma, en hugmyndin er að fara saman í keilu og borða kvöldmat að henni lokinni áður en haldið er heim á leið.

Foreldum er bent á að hafa samband við Bryndís Evu, umsjónarkennara, hafi þeir einhverjar spurningar varðandi ferðina. Símanúmerið hennar er 695-1622 og netfangið bryndis@raufarhofn.is


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is