12. febrúar 2015 - Lestrar 177 - Athugasemdir ( )
Við vorum með brunaæfingu þennan dag sem gekk ótrúlega vel. Bjallan fór í gang og allir gerðu sig tilbúna til að yfirgefa stofuna í röð. Því næst var athugað hvort að eldur var í húsinu, sem það var og bjallan fór aftur í gang. Þá hófst rýmingin og voru allir komnir út á innan við 2 mínútum. Leikskólabörnunum fannst þetta ekki skemmtilegt, sumum var illan við þennan hávaða en þau voru komin út á góðum tíma. Við hittumst svo öll fyrir utan skólann og fórum yfir hvað mátti betur fara og svo auðvitað hvað allir voru að standa sig vel. Það var frekar kalt úti þennan dag þannig við vorum fljót að fara inn.
Athugasemdir