Norðurþing óskar eftir tilboðum í skólaakstur vegna Grunnskóla Raufarhafnar skólaárið 2014-2015. Áætlaður er akstur einn dag í viku frá Grunnskóla Raufarhafnar að Öxarfjarðarskóla í Lundi. Áætlaður fjöldi nemenda er fimm, auk starfsmanns skóla.
Sá aðili sem tekur að sér skólaakstur þarf að lúta ákvæðum íslenskra laga og reglugerða og samþykktum Norðurþings.
Reglur um skólaakstur í grunnskóla nr. 656, 3. júlí 2009.
Viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla.
Lög um fólksflutninga, vöruflutninga og efnisflutninga á landi nr. 73, 31. maí 2001
Reglugerð um fólksflutninga á landi nr. 528, 4. júlí 2002
Reglugerð um merki á skólabifreiðum nr. 279/1989 með áorðnum breytingum
Reglugerð um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum nr. 389/1999
Umferðarlög nr. 50, 30. mars 1987
Reglur Vinnueftirlits ríkisins
Lögreglusamþykktir
Reglur Löggildingarstofu
Heilbrigðisreglugerð
Tilboðum skal skila á skrifstofu Norðurþings í umslagi merktu „Grunnskóli Raufarhafnar – akstur skólabarna“ fyrir 17. júní 2014. Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð.
Erla Sigurðardóttir
Fræðslu- og menningarfulltrúi
erla@nordurthing.is; sími 464 6100
Athugasemdir