16. desember 2010 - Lestrar 343 - Athugasemdir ( )
Þá er annar jólaþemadagurinn búinn og var hann alveg jafn frábær og yndislegur og sá fyrri. Eins og í gær byrjuðum við daginn á jólasamsöng áður en nemendur fóru að vinna á stöðvum. Að þessu sinni voru stöðvarnar íþróttir, spil og föndur.
Á meðan á þessu öllu stóð steiktu voru Linda, Olga og Þóra niðri í eldhúsi að steikja laufabrauðið sem nemendur skáru út í gær. Það verður borðað með veislumatnum á morgun. Þá fáum við okkur hangikjöt, jólameðlæti og jólaöl - það getur ekki klikkað.
Smellið hér til að skoða myndir frá öðrum í þema.
Athugasemdir