27. maí 2011 - Lestrar 223 - Athugasemdir ( )
Á mánudaginn verður "apahlaup" í skólanum en þá safna nemendur
pening fyrir UNICEF hreyfinguna sem rennur til UNICEF skóla í löndum eins og Laos, Tansaníu og Nepal.
pening fyrir UNICEF hreyfinguna sem rennur til UNICEF skóla í löndum eins og Laos, Tansaníu og Nepal.
Nú hafa allir nemendur fengið áheitaumslag með sér heim. Á það eiga þau að skrifa nafnið sitt og svo safna þau áheitum fyrir hvern hring sem þau hlaupa. Á upplýsingablaðinu sem fór einnig heim láðist hins vegar að nefna að lengd hringsins er c.a. 500 metrar og þau hafa einn klukkutíma til að hlaupa. Hver nemandi getur mest hlaupið tólf hringi.
Þannig að ef þið heitið á ykkar barn 100 krónum fyrir hvern hring
getur barnið mest safnað 1300 krónum.
Hvern nemandi sér svo um, með hjálp foreldra sinna, að safna inn peningunum frá þeim sem hétu á þau. Peningana á að setja í umslagið og skila í foreldraviðtölum miðvikudaginn 1. júní.
Athugasemdir