01. júní 2015 - Lestrar 186 - Athugasemdir ( )
Í dag tókum við þátt í Apahlaupinu svokallaða fyrir UNICEF. Nemendur voru búnir að safna áheitum og reyndu svo að hlaupa eins margar hringi og þau gátu í brautinni til að safna sem mestum pening. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og eftir að þau voru búin var boðið upp á grillaðar pylsur. Því miður var ekkert sumarveður komið og því voru við inni í íþróttahúsinu en það kom ekki að sök, nemendur stóðu sig alveg ótrúleg vel og fóru þau flest 15 hringi. Eftir hlaupið mátti sjá marga rjóða vanga og flott að þau voru virkilega að leggja á sig.
Athugasemdir