Árshátíđ Grunnskólans 2008

Árshátíđ Grunnskólans 2008 Glćsileg árshátíđ Grunnskóla Raufarhafnar var haldin í kvöld í Félagsheimilinu Hnitbjörgum. Ţemađ ađ ţessu sinni var norrćn

  • Undirsida1

Árshátíđ Grunnskólans 2008

Glæsileg árshátíð Grunnskóla Raufarhafnar var haldin í kvöld í Félagsheimilinu Hnitbjörgum. Þemað að þessu sinni var norræn goðafræði og áhersla lögð á glæsileika. Boðið var upp á fordrykk við innganginn og heitan mat að sýningu lokinni sem foreldrafélagið Velvakandi sá um. Ágóðinn rann í ferðasjóð nemenda.

Árshátíðin heppnaðist vel í alla staði og stóðu nemendur sig með mikilli prýði í þeim hlutverkum sem þau léku með sínum bekkjarfélögum. Leikritin voru öll heimatilbúin, en til liðs við nemendur og kennara var fenginn leikarinn og leikstjórinn Jón Ingi Hákonarson. Byrjað var á því að skapa heiminn (sviðsmynd) úr holdi Ýmis, þá tók við að koma böndum á Fenrisúlfinn, Skírnismál fengu sinn sess sem og Hamarsheimt. Mikil ástarævintýri seinni atriðin tvö, en öll atriðin vöktu mikla kátínu og athygli gesta.

Hér eru nokkrar myndir af nemendum í hlutverkum sínum.

Hér eru fleiri myndir frá kvöldinu.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is