Þá er árshátíðin okkar búin og viljum við byrja á því að þakka öllum sem komu að henni og einnig öllum þeim sem komu. Þetta var frábært kvöld í alla staði, nemendur skólans stóðu sig með eindæmum vel og sýningin var frábær. Í ár var boðið upp á leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Yngri nemendur skólans fengu því að leika fullorðna og eldri nemendurnir léku börnin í sýningunni. Allir nemendur grunnskólans voru með í sýningunni og nemendurnir á leikskólanum voru líka með þar sem þeir léku í myndbandsbroti sem sýnt er.
Gestirnir skemmtu sér konunglega og mikið lófaklapp var í lok sýningar sem og á meðan á sýningu stóð.
Það var boðið upp á djús og kaffi í hléinu og foreldrafélagið Velvakandi var með sölu á sælgæti. Eftir sýninguna bauð foreldrafélagið upp á gúllaspottrétt sem allt hámuðu í sig af bestu list. Hljómsveit skólans tók svo lagið á meðan gestir voru að borða.
Við viljum svo minna fólk á að það er aukasýning föstudaginn 5. apríl og hvetjum við alla sem ekki komust í gær til að mæta og þeir sem vilja sjá sýninguna aftur að drífa sig af stað :)
Athugasemdir