Auglýst verður eftir kennara/kennurum nú í apríl. Litlar mannabreytingar eru á starfsfólki skólans, en því miður er ein fjölskylda á förum og kemur það við kennarafjölda skólans. Þar af leiðandi verður send út auglýsing eftir kennara/kennurum og fleiri kennslugreinar auglýstar en nauðsynlegt er í reynd. Kennarar hér eru metnaðarfullir, liðlegir og fúsir til að breyta til í kennslu. Þar af leiðandi þykir okkur gott að geta gefið þeim umsækjendum sem við eigum von á breiðari möguleika á kennslugreinum sem eiga þá við áhugasvið þeirra.
Kennarar grunnskólans eru síðan á leið í námsferð nú í vor til Álandseyja og Helsinki. Þessi ferð er liður í skólaþróun grunnskólans og hugmyndum um ákveðið þróunarverkefni í samvinnu við Náttúrustofu. Undanfarin ár hefur verkefnið “strandmenning” verið í vinnslu og er hugmyndin sú að þróunarverkefni skólans geti tengst því verkefni á einhvern hátt. Því var sú ákvörðun tekin að fara í námsferð og heimsækja fámenna skóla sem lifa í nálægð við sjóinn. Álandseyjar urðu fyrir valinu og heimsóttir verða þrír skólar á þremur dögum nú á vordögum.
Athugasemdir