Austurlensk vika

Austurlensk vika Austurlensk vika

  • Undirsida1

Austurlensk vika

Í dag, fimmtudaginn 16. mars, útbjuggu eldri nemendur sushi í heimilisfræðitíma hjá Nönnu.  Það hefur verið austurlenskt þema í mötuneytinu í þessari viku og hefur m. a. verið boðið upp á núðlur, djúpsteiktar rækjur, kung pao kjúkling og í dag fáum við að smakka afrakstur morgunsins. Allir nemendur, bæði í leik- og grunnskóla hafa fengið að prófa að borða með prjónum og hefur það gengið misvel.

Það er skemmtileg tilbreyting að hafa svona „þemu“ í mötuneytinu og ekki síst að tengja það við heimilisfræðikennsluna.

        

Hér má sjá fjölda mynda frá austurlenskri viku í skólanum


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is