17. mars 2017 - Lestrar 210 - Athugasemdir ( )
Í dag, fimmtudaginn 16. mars, útbjuggu eldri nemendur sushi í heimilisfræðitíma hjá Nönnu. Það hefur verið austurlenskt þema í mötuneytinu í þessari viku og hefur m. a. verið boðið upp á núðlur, djúpsteiktar rækjur, kung pao kjúkling og í dag fáum við að smakka afrakstur morgunsins. Allir nemendur, bæði í leik- og grunnskóla hafa fengið að prófa að borða með prjónum og hefur það gengið misvel.
Það er skemmtileg tilbreyting að hafa svona „þemu“ í mötuneytinu og ekki síst að tengja það við heimilisfræðikennsluna.
Athugasemdir