Bjart er yfir Raufarhöfn

Bjart er yfir Raufarhöfn Vikuna 21. - 28. október voru haldnir hér á Raufarhöfn menningardagar. Eftir setningu með helgihaldi í kirkjunni var

  • Undirsida1

Bjart er yfir Raufarhöfn


Vikuna 21. - 28. október voru haldnir hér á Raufarhöfn menningardagar. Eftir
setningu með helgihaldi í kirkjunni var kvenfélagið með veitingasölu í
félagsheimilinu Hnitbjörgu þar sem ýmsir sýningargripir voru einnig til sýnis.
Galleríiskonurnar okkar í Galleríinu Ljósfangi hér á Raufarhöfn voru t.d. með
sýningu og sölu á þeim munum sem þær hafa unnið með. Þá var margt um uppákomur í menningarvikunni og voru m.a. Jón Ólafsson með tónleika á miðvikudagskvöldinu og Þórhallur Þórhallsson fyndnasti maður Íslands með uppistand "við annan mann".

Á fimmtudagskvöldinu 25. október voru grunnskólanemar með skemmtun fyrir bæjarbúa sem heppnaðist mjög vel. Yngstu nemendurnir voru með tvenn rokk atriði sem þau höfðu unnið með Jónsa kennaranum sínum. Nemendur 4. bekkjar voru með myndasögu um ástarsöguna í fjöllunum sem tengdist þemaverkefni um fjöll sem þau höfðu verið að vinna í haust, en þau höfðu myndskreytt söguna og lásu hana upp. Nemendur í 5. - 6. bekk hafa verið að læra um Snorra Sturluson í haust og settu söguna í leikbúning sem heppnaðist mjög vel og bæjarbúum sem leikendum var mjög skemmt yfir verkinu. Þá söng allur yngri hópur skólans lögin "Ég hef taktinn" og "Siggi var úti" við undirspil Sigurðar Daníelssonar tónlistarskólastjóra.

Í hlé stóð foreldrafélagið fyrir veitingasölu til styrktar nemendasjóði og höfðu til sölu pizzur og súpu. Að hléi loknu voru eldri nemendur skólans með sýningu á afrakstri verkefnis sem þau höfðu unnið um sögu skólans. Þau tóku m.a. upp myndband og tóku viðtöl við eldri sem yngri bæjarbúa sem rifjuðu upp skólagöngu sína með nemendum okkar og sögðu þeim sögur frá fyrri tíð. Allt vakti þetta mikla lukku og tala myndirnar hér sínu máli.

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri.
 

Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is