05. febrúar 2008 - Lestrar 219 - Athugasemdir ( )
Góðir gestir komu til okkar í skólann í dag, en það var Blásarakvintett Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Nemendur grunnskólans gengu út í félagsheimili þar sem hljómsveitin hafði komið sér vel fyrir með hljóðfærin sín. Helgi forsprakki kvintettsins fræddi krakkana um hin mismunandi hljóðfæri sem þeir félagarnir léku á. Það voru áhugasamir og einbeittir krakkar sem fylgdust vel með öllu sem hann og hljómsveitin höfðu fram að færa. Í lokin sungu krakkarnir lagið Litla flugan og blásarakvintettinn lék undir.
Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu heimsókn sem við öll erum þakklát fyrir að hafa fengið til Raufarhafnar.
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri.
Athugasemdir