BÖRN SYNGJA FYRIR BÖRN

BÖRN SYNGJA FYRIR BÖRN Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, verđur Ćskulýđskór Glerárkirkju međ söngdagskrá fyrir börn á Raufarhöfn. Dagskráin

  • Undirsida1

BÖRN SYNGJA FYRIR BÖRN

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, verður Æskulýðskór Glerárkirkju með söngdagskrá fyrir börn á Raufarhöfn. Dagskráin hefst klukkan 13:00 í félagsheimilinu Hnitbjörgum og er áætluð til klukkan 15:00.

Kórinn hefur hug á að miðla börnum á Raufarhöfn af þekkingu sinni og kenna þeim það nýjasta af íslenskum barnasálmum. Einnig verður unnið með ný lög eftir Hafdísi Huld af plötunni "Englar í ullarsokkum", þar sem tákn með tali er notað samhliða söngnum. Stjórnandi kórsins, Ásta Magnúsdóttir, hefur safnað að sér þekkingu og kunnáttu hin síðustu ár á trúarlegri tónlist fyrir börn og unglinga.

Einstök söngdagskrá sem enginn ætti að  missa af, foreldrar, ömmur, afar, frændur, frænkur... komið með börnunum í félagsheimilið á sumardaginn fyrsta.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is