Börnin sungu fyrir börnin

Börnin sungu fyrir börnin Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kom Ćskulýđskór Glerárkirkju í heimsókn til Raufarhafnar. Pétur djákni og Ásta kórstjóri

  • Undirsida1

Börnin sungu fyrir börnin

Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, kom Æskulýðskór Glerárkirkju í heimsókn til Raufarhafnar. Pétur djákni og Ásta kórstjóri stjórnuðu dagskránni sem var tveggja klukkustunda löng og skemmtu allir sér konunglega, jafnt börn sem fullorðnir. Sungin voru allskyns lög og hreyfingar á táknmáli sýndar með. Ásta og táknmálstúlkurinn ásamt Æskulýðskórnum kenndu börnum og fullorðnum að syngja ný lög. Farið var í alls kyns leiki til að hrista hópinn saman og feimnina í burtu. Kvenfélagið Freyja sá svo að lokum um að gefa krökkunum í Æskulýðskórnum hressingu áður en þau héldu aftur heim á leið.

Við viljum þakka kórnum og stjórnendum hans kærlega fyrir góða heimsókn. Von okkar er sú að þetta endurtaki sig fljótt aftur.

Hér eru myndir frá heimsókn Æskulýðskórsins.

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is