23. mars 2012 - Lestrar 135 - Athugasemdir ( )
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í Hnitbjörgum í gær. Skemmst er frá því að segja að fulltrúi Grunnskóla Raufarhafnar stóð sig frábærlega og hreppti þriðja sætið í keppninni. Óskum við henni innilega til hamingju.
Fleiri fulltrúar skólans komu fram í gær því Birkir Rafn, sigurvegari keppninnar frá því í fyrra, sá um að kynna höfundana, sem í ár voru Gyrðir Elíasson og Kristín Helga Gunnarsdóttir. Rokksveit Raufarhafnar spilaði svo fyrir fólkið við góðar undirtektir.
Til að skoða myndir frá Stóru upplestrarkeppninni þurfið þið að smella hér.
Athugasemdir