16. september 2013 - Lestrar 132 - Athugasemdir ( )
Við tókum þátt í að halda Dag íslenskrar náttúru hátíðlegan með því að fara og taka upp karftöflur og tína ber. Svo vildi til að það var spáð fárveðri þennan dag þannig að við tókum forskot á sæluna og fórum á föstudeginum. Þetta var hin mesta skemmtun, fengum gott veður og mikið af berjum. Því miður var uppskeran ekki mikil í ár en við hlökkum mikið til að borða það sem við tókum upp. Í dag fóru svo allir í það að búa til berjahlaup úr berjunum sem við tíndum. Þetta var sett í krukkur og fengu allir að taka eina krukku með sér heim. Frábært framtak og gekk mjög vel í alla staði.
Athugasemdir