25. nóvember 2011 - Lestrar 108 - Athugasemdir ( )
Dillidagur 1.-3. bekkjar verður föstudaginn 25. nóvember frá 17:00-19:00 í skólanum. Þá ætla kennari, foreldrar og nemendur að koma saman og búa til aðventukrans úr trölladeigi, föndra eitthvað fleira og fara í leiki. Allir eiga að koma í náttfötum eða íþróttafötum. Einnig má hafa með sér eitthvað að borða og drekka, snakk eða eitthvað annað góðgæti.
Foreldrar eru beðnir um að koma með efni sem samsvarar í eina uppskrift af trölladeigi fyrir sitt barn. Uppskriftina
má sjá hér. Einnig væri gaman að taka matarliti með.
Hafið samband við Heiðu, Önnu eða Huggu ef eitthvað er óljóst.
Heiða, Anna og Hugga.
Athugasemdir