25. október 2016 - Lestrar 194 - Athugasemdir ( )
Möguleikhúsið kom í Lund sl. þriðjudag og sýndi leikritið „Eldbarnið“. Allir nemendur grunnskólanna í Lundi og Raufarhöfn horfðu á þessa skemmtilegu leiksýningu. Hér má lesa um sýninguna: http://moguleikhusid.is/leiksyningar/eldbarnid/
Það er „List fyrir alla“ sem skipuleggur þessa leiksýningu í skólana. „List fyrir alla“ er ætlað að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum. Sjá nánar: http://listfyriralla.is/
Athugasemdir