Eldri borgarar og grunnskólanemar

Eldri borgarar og grunnskólanemar Um hríđ hafa nemendur grunnskólans og eldri borgarar á Raufarhöfn hisst á Vík og gert ýmsilegt skemmtilegt saman.

  • Undirsida1

Eldri borgarar og grunnskólanemar

Um hríð hafa nemendur grunnskólans og eldri borgarar á Raufarhöfn hisst á Vík og gert ýmsilegt skemmtilegt saman. Markmiðið með þessum heimsóknum krakkanna út í Vík er fyrst og fremst að hafa gaman og svo auðvitað leið til að brúa kynslóðabilið. Þau hafa verið að gera ýmislegt saman í samverustundum, t.d. er spilað, farið í leiki, spjallað og fleira.

Eldri borgarar gátu um daginn þegar grunnskólanemar voru að læra um seinni heimstyrjöldina frætt þau um hana og upplifun þeirra á því sem átti sér stað hér á Raufarhöfn á þessu tímabili. Til dæmis sögðu þau frá því þegar sprengju var varpað við bæinn Höskuldarnes og þegar Bretarnir komu hingað. Þeir reistu fjarskiptamastur upp á ás og enn má sjá leifar af "Bretastöngunum" eins og það er nefnt.

Maður er manns gaman ;o)
 HÉR ERU MYNDIR FRÁ SÍÐUSTU SAMVERUSTUND.

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir
skólastjóri.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is