Í vetur hefur eldri deild skólans tekið þáttí verkefni hjá Landsbyggðavinum í Reykjavík og nágrenni. Þau hafa unnið verkefni um hvernig er hægt að bæta Raufarhöfn þó að þeim finnist kostir Raufarhafnar vera mun fleiri en ókostir. Þau settu saman verkefni sem ber heitið Ferðaþjónusta allt árið. Þar eru þau búin að setja saman ferðir fyrir hópa. Um er að ræða sjóferðir, útsýnisferðir/fuglaferðir og hestaferðir. Þetta er ótrúlega skemmtilega sett fram í bæklingaformi og fyrir þá sem hafa áhuga þá eru bæklingarnir á Hótel Norðurljósum.
Hér er umsögnin sem þau fenguð fyrir verkefnið: Þetta er afar einlægt og vel unnið verkefni, þar sem möguleikar tengdir uppbyggingu innan ferðaþjónusta á Raufarhöfn og nærliggjandi svæðum voru vel og skilmerkilega tíundaðir.
Í verðlaun fenguð þau boli frá 66°N
Athugasemdir