04. desember 2008 - Lestrar 274 - Athugasemdir ( )
Í tilefni eldvarnarviku komu forsvarsmenn frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í heimsókn til okkar. Þeir fræddu nemendur um nauðsyn þess að fara varlega með eld og eldfæri. Sérstaklega nú þegar aðventan stendur yfir og kertaskreytingar, jólaljós og fleira sem eldhætta stafar af er á öllum heimilum. Þeir töluðu um mikilvægi reykskynjara og að nauðsynlegt væri að skipta árlega um rafhlöður í þeim. Að lokum fengu börnin getraun með sér heim og þegar þau í samráði með foreldrum sínum hafa svarað spurningunum skila þau getrauninni og fá í staðinn glaðning sem er að þessu sinni höfuðlukt.
Athugasemdir