29. nóvember 2011 - Lestrar 150 - Athugasemdir ( )
Í gær, mánudag, hélt 4. – 7. bekkur dillidag ásamt foreldrum og kennara. Hópurinn kom saman í skólanum klukkan 18:00 og spilaði. Þegar allir voru mættir tók við jólaföndur sem að þessu sinni fólst í því að mála á ónýtar ljósaperur. Eftir þessa listsköpun voru allir orðnir svangir og tóku vel til matar síns. Allir höfðu komið með veitingar sem settar voru saman á hlaðborð og svignuðu borðin undan kræsingunum. Því næst var spilað aðeins meira og hefðu sumir verið til í að spila áfram fram á nótt en dillidegi lauk svo um kl. 21:00. Olga umsjónarkennari og Birna og Bryndís, bekkjarfulltrúar þakka nemendum og foreldrum fyrir ánægjulega samverustund
Myndir frá þessum skemmtilega degi er hægt að skoða hér.
Athugasemdir