Eva og Rasmus hafa svarađ!

Eva og Rasmus hafa svarađ! Eva og Rasmus hafa svarađ krökkunum í 1.-3. bekk!

  • Undirsida1

Eva og Rasmus hafa svarađ!

Eins og fram kom á heimasíðu skólans þann 7. júní síðastliðinn fengu nemendur í 1.-3. bekk í hendurnar flöskuskeyti sem fannst við Skinnalón. Í skeytinu voru tvær teikningar eftir systkinin Evu (8 ára) og Rasmus (4 ára) og heimilisfang þeirra í Noregi.

floskuskeyti

Krakkarnir skrifuðu þeim bréf  til baka og gáfu upp netfang Heiðu kennara. Nú hefur svar norsku sytkinanna borist og kemur þar ýmislegt merkilegt í ljós. Bréf þeirra hljóðar svo:

Kæru Heiða, Agnar, Guðni, Nikola, Júlía og Birna! :)

Þakka ykkur fyrir bréfið, það er virkilega gaman að flöskuskeytið sem við sendum hafi fundist svona langt í burtu! Flöskuskeytið var sent frá Færeyjum sumarið 2000. Við erum systkini sem áttum afa og ömmu sem bjuggu í Færeyjum og heimsóttum við því eyjarnar nánast á hverju sumri í uppvexti okkar. Við búum í Stranda í Noregi, sem er bær á vesturströndinni fyrir miðju á þessu langa og mjóa landi. Hér í Stranda búm u.þ.b. 4800 manns. Í dag er Eva 23 ára gömul og og stundar nám í bænum Þrándheimi. Rasmus er 20 ára og útskrifast fljótlega sem rafvirki.

Við eigum þann draum að koma til Íslands einhvern tímann, við höldum að það sé mjög spennandi land til að ferðast til. Verði það að veruleika væri gaman að heimsækja ykkur :)

Kveðjur frá Evu og Rasmus.

Í október 2010 fóru einmitt nemendur í þáverandi 1.-4. bekk og hentu flöskuskeyti í sjóinn með Heiðu kennara. Ekkert svar hefur enn borist, en það er greinilega ekki öll nótt úti enn, hver veit nema þau þurfi að bíða í 12 ár eins og Eva og Rasmus.

Hér má lesa nánar um Stranda, heimabæ þeirra systkina.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is