Fjölmennur aðalfundur foreldrafélagsins!

Fjölmennur aðalfundur foreldrafélagsins! Foreldrafélagið Velvakandi hélt aðalfund sinn í gærkvöldi. Skemmst er frá því að segja að fundurinn var

  • Undirsida1

Fjölmennur aðalfundur foreldrafélagsins!

Foreldrafélagið Velvakandi hélt aðalfund sinn í gærkvöldi. Skemmst er frá því að segja að fundurinn var afskaplega vel sóttur, en alls mættu 22 foreldrar. Fjölmennasti aðalfundur foreldrafélagsins í langan tíma staðreynd!

Ragnar Axel Jóhannsson og Guðný Guðnadóttir létu af stjórnarsetu og við keflinu tóku þrjár vaskar konur; þær Birna Björnsdóttir, Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir og Kristín Þormar Pálsdóttir. Skólastjóri óskar þeim innilega til hamingju og velfarnaðar í þessu vandasama hlutverki.

Einar Sigurðsson og Agnieszka Szczodrowska voru endurkjörnir fulltrúar foreldra í skólaráð. Auk þess var Aga kjörinn fulltrúi foreldra í menningar- og fræðslunefnd Norðurþings og Einar til vara.


Athugasemdir


Svæði

Tilkynningar

                                                   Virðing – Gleði – Ábyrgð – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is