25. mars 2011 - Lestrar 392 - Athugasemdir ( )
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Norður-Þingeyjarsýslu fór fram í gær í félagsheimilinu Hnitbjörgum. Alls voru tólf keppendur frá fimm skólum sem tóku þátt að þessu sinni og stóðu þau sig öll vel.
Það voru þau Birkir Rafn, Brynja Dögg og Hákon Breki sem tóku þátt fyrir okkar hönd að þessu sinni og stóðu þau sig með stakri prýði. Þegar úrslitin voru svo kynnt kom í ljós að tveir nemendur frá okkur höfðu hlotið verðlaunasæti, Birkir Rafn það fyrsta og Hákon Breki það þriðja. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Skoðið fleiri myndir frá keppninni með því að smella hér.
Athugasemdir