Frábćr íţróttadagur ađ baki

Frábćr íţróttadagur ađ baki Í dag 19.nóv komu allir nemendur úr Öxarfjarđarskóla í heimsókn til okkar hér á Raufarhöfn. Ţađ var frábćrt ađ fá alla ţessa

  • Undirsida1

Frábćr íţróttadagur ađ baki

Í dag 19. nóv komu allir nemendur úr Öxarfjarðarskóla í heimsókn til okkar hér á Raufarhöfn. Það var frábært að fá alla þessa krakka í heimsókn og höfðu allir mjög gaman að. Hóparnir voru skiptir niður eftir aldri þannig að það voru 1.-4.bekkur saman, 5.-7. bekkur voru saman og svo 8.-10. bekkur saman. Stöðvarnar voru þrjár, íþróttasalurinn, sund og svo hlaupa Norræna skólahlaupið. Í íþróttasalnum voru nemendur búnir að búa til óskalista yfir leiki sem þeir vildu leika. Í sundi var Conny búin að setja saman dagskrá sem hver hópur leysti listilega af hendi. Í Norræna skólahlaupinu máttu nemendur velja hvort þeir hlupu 1, 2,5, 5 eða 10 km. Flestur voru að hlaupa 2,5 eða 5 km.

 Allt gekk þetta mjög vel fyrir sig, fyrirmyndar nemendur í alla staði og dásamlegt að sjá öll þessi börn hérna í skólanum og vonum við að þau komu fljótt aftur. Myndir frá deginum koma von bráðar.


Athugasemdir


Svćđi

Tilkynningar

                                                   Virđing – Gleđi – Ábyrgđ – Sveigjanleiki       sími: 464-9870| skolastjorn@ais.is